Staðarreglur til 15. júní

1. Vallarmörk:

Völlurinn afmarkast af girðingu þar sem hún er, annars af hvítum hælum.

2. Bætt lega vegna ástands vallar:

Bolti sem liggur á snöggslegnu svæðum má vítalaust lyfta, hreinsa og leggja aftur innan einnar kylfulengdar, en ekki nær holu. Bolti sem þannig er lagður er í leik má ekki lyfta aftur samkvæmt þessari reglu. Leyfð er færsla á flötum sem nemur púttershaus.

3. Grundi í aðgerð:

Blómabeð ofan við 14. flöt eru grund í aðgerð og er leikur þar bannaður. Lausn samkvæmt reglu 25-1b.

4. Hindranir:

Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið, fjarlægðarmerki, stuðlabergssteinar við teiga, vökvunarbúnaður, ruslatunnur og bekkir, auglýsingaskilti og stóra Appelsín-dósin (gamli súrheysturninn) á 12. holu ásamt steinum og ljóskösturum í kringum hana eruóhreyfanlegar hindranir. (Regla 24-2)

Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir. (Regla 24-1)

5. Rafeindabúnaður

(einungis til fjarlægðarmælinga), s.s. GPS og Laser, er leyfður samkvæmt athugasemd í reglu 14-3.

Leikmenn:

Hámarkstími í 18 holu umferð er 4. klst og 20 mín skv. keppnisskilmálum. Munið að leggja torfusnepla í kylfuför, laga boltaför á flötum og raka glompur, skal það gert áður en næsta högg er slegið. Vinsamlega takmarkið æfingasveiflur á teigum.Visamlegast setjið sand (úr boxi) í kylfuför á par 3 teigum. Notkun flatargaffla er ekki aðeins æskileg, heldur krafa.

Víti fyrir brot á staðarreglum er: Í holukeppni= holuptap. Í höggleik =2. högg. Verði leikmaður uppvís að ítrekuðu broti skal hann sæta frávísun.

Staðarreglur eftir 15. júní

1. Vallarmörk:

Völlurinn afmarkast af girðingu þar sem hún er, annars af hvítum hælum.

2. Bætt lega vegna ástands vallar:

Bolti sem liggur á snöggslegnu svæðum má vítalaust lyfta, hreinsa og leggja aftur innan einnar kylfulengdar, en ekki nær holu. Bolti sem þannig er lagður er í leik má ekki lyfta aftur samkvæmt þessari reglu.

3. Grundi í aðgerð:

Blómabeð ofan við 14. flöt eru grund í aðgerð og er leikur þar bannaður. Lausn samkvæmt reglu 25-1b.

4. Hindranir:

Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið, fjarlægðarmerki, stuðlabergssteinar við teiga, vökvunarbúnaður, ruslatunnur og bekkir, auglýsingaskilti og stóra Appelsín-dósin (gamli súrheysturninn) á 12. holu ásamt steinum og ljóskösturum í kringum hana eruóhreyfanlegar hindranir. (Regla 24-2)

Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir. (Regla 24-1)

5. Rafeindabúnaður

(einungis til fjarlægðarmælinga), s.s. GPS og Laser, er leyfður samkvæmt athugasemd í reglu 14-3.

Leikmenn:

Hámarkstími í 18 holu umferð er 4. klst og 20 mín skv. keppnisskilmálum. Munið að leggja torfusnepla í kylfuför, laga boltaför á flötum og raka glompur, skal það gert áður en næsta högg er slegið. Vinsamlega takmarkið æfingasveiflur á teigum.Visamlegast setjið sand (úr boxi) í kylfuför á par 3 teigum. Notkun flatargaffla er ekki aðeins æskileg, heldur krafa.

Víti fyrir brot á staðarreglum er: Í holukeppni= holuptap. Í höggleik =2. högg. Verði leikmaður uppvís að ítrekuðu broti skal hann sæta frávísun.