Skoða rástíma

KVENNAMÓT REDKEN ÍSLAND

Klúbbur Golfklúbbur Borgarness (GB)
Dagsetning 19. júlí 2019
Fyrirkomulag Texas scramble
Völlur Hamarsvöllur
Skráning 19.03.19 - 18.07.19
Mótsgjöld creditcard_payment_disabled

Upplýsingar

 

Fyrsta REDKEN ÍSLAND kvennamótið verður haldið föstudaginn 19. júlí á Hamarsvelli í Borgarnesi.

Fyrirkomulag verður TEXAS Scramble (deilt með 3) Vallarforgjöf teymis getur aldrei orðið hærri en vallarforgjöf þess sem lægri forgjöfina hefur í teyminu.

Hámarksvallarforgjöf einstaklings er = 36

Ræst út af öllum teigum samtímis kl. 12. Mæting er eigi síðar en kl. 11.30.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 5 sætin (x2):

sæti glæsilegur hárvörupakki frá REDKEN ÍSLAND - HÁR ehf.og gjafabréf fyrir einnar náttar gistingu á B59 með kvöldverði, aðgangi í spa og morgunverði; 2.-5. sæti glæsilegur hárvörupakki frá REDKEN ÍSLAND - HÁR ehf. Allir þátttakendur fá teiggjöf frá REDKEN.  Þá verður dregið úr skorkortum við verðlaunaafhendingu.

 Innifalið í mótsgjaldi kr. 5.500 á mann (kr. 11.000 á teymi)  eru veitingar eftir mót, fordrykkur og kjúklingasalat að hætti Hótels Hamars.

Skráning á golf.is eða í síma 437-1663 (8.00-12.00 virka daga). Afskráning í síma 473-1663 (8.00-12.00 virka daga) eða gbgolf@gbgolf.is.

 

 ÁRÍÐANDI: Einhver kengur virðist hafa verið á skráningu í mótið á golf.is Við leyfðum afskráningu á netinu til skamms tíma (ekki lengur). Sumir  á þátttakendalistanum í mótinu eru ekki inn í rásttímum en hafa greinilega ekki afskráð sig. Biðjum við keppendur að skoða hvorutveggja og láta okkur vita gbgolf@gbgolf.is ef annmarkar eru á.

Greinilega gengur illa fyrir suma að skrá sig í Redken Ísland mótið þannig að bezt er að senda okkur póst með -HEITI LIÐS-KENNITÖLUM BEGGJA OG NÖFNUM og við skráðum ykkur í mótið.