Skoða úrslit

Golfmót - Hjúkrunarfræðinga 2019

Klúbbur Golfklúbbur Borgarness (GB)
Dagsetning 20. júní 2019
Fyrirkomulag Annað - sjá lýsingu
Völlur Hamarsvöllur
Skráning 23.04.19 - 19.06.19
Mótsgjöld creditcard_payment_disabled
Karlar : 0 ISK
Konur : 0 ISK

Upplýsingar

Golfmót hjúkrunarfæðinga 2019

Golfmót hjúkrunarfræðinga verður haldið á Hamarsvelli, Golfklúbbi Borgarness,

fimmtudaginn 20. júní kl. 13:00.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og ræst út frá öllum teigum samtímis. Hámarks forgjöf er 36. 

 

Að þessu sinni er mótið eingöngu fyrir hjúkrunarfræðinga og í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun félagið styrkja mótið.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að auki verða  nándarverðlaun á par 3 holum vallarins, þar sem bolti verður að enda á flöt og  verðlaun fyrir lengsta upphafshögg þar sem bolti verður að enda á braut.

Dregið úr skorkortum og verður keppandi að vera viðstaddur úrdrátt.

 

Opnað verður fyrir skráningu á golf.is þann 23. apríl 2019, kl. 12:00. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Mótsgjald er kr. 6.400. Innifalið í mótsgjaldi er máltíð eftir leik. Greiðist í afgreiðslu klúbbsins fyrir leik.

 

Boðið verður upp á rútuferð fram og tilbaka ef næg þátttaka, en könnun verður meðal leikmanna sem skrá sig í mótið er nær dregur á facebook síðu Golfmót hjúkrunarfræðinga þar sem allar upplýsingar verður að finna. Eru keppendur vinsamlega beðnir um að skrá sig inn á þá síðu.

Nefndin