Opnun Hamarsvallar

Bob Fréttir, Viðburðir

Laugardaginn 27. apríl opnum við Hamarsvöll fyrir almenna umferð. Þetta er í fyrra fallinu miðað við fyrri ár en vorið hefur leikið okkur svo vel að gangskör hefur verið gerð í koma vellinum í “aksjón”. GB hefur staðið í “vallaraðgerðum” í vor og eru því ýmiss svæði að byrja að gróa eða enn ófrágengin (drenskurðir). Þetta eru auðvitað blámerkt svæði. …

Sumardagurinn fyrsti (25. apríl)

Bob Fréttir, Viðburðir

Hamarsvöllur lítur mjög vel út og hefur framkvæmdarstjórinn ákveðið að hleypa spili inn á flatir nk. fimmtudag. Það er á Sumardaginn fyrsta. Ákveðið hefur verið að hafa vinnuátak um morguninn þ.e. er frá 9.00 til 11.00. Það eru ýmiss létt verk sem þarf að leysa til að gera völlinn kláran þar sem sumarstarfsmenn eru ekki komnir til starfa eins og …

FRESTAÐ -Vinnuátaki föstudaginn 19. apríl- FRESTAÐ

Bob Fréttir, Viðburðir

Því miður lítur út fyrir leiðindarveður nk. föstudag (19.4) og jafnvel alla helgina. Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu vinnuátaki á Hamarsvellu um rúma viku. En framkvæmdarstjóri stefnir að því að opna völlinn fyrir mánaðarmótin ef allt gengur eftir. Og þá aðallega fyrir félaga GB. Verður dagsetning og tími tilkynntur með fyrirvara. Þeim félögum sem nýta sér Hamarsvöll um þessar …

Vinnuátak að Hamri föstudaginn 19. apríl.

Bob Fréttir, Viðburðir

Það vorar mjög vel og Jóhannes hefur kallað á valda vallarstarfsmenn úr vetrardvalanum til að gera völlinn klára sem fyrst. Verið er að bera á flatir, slá og þrífa völlinn þar sem það á við. Flestum ætti að vera kunnugt um þær aðgerðir sem lagt var í til að drena  bleytusvæði og/eða fegra umhverfið. Vallarnefnd og framkvæmdastjóri GB hvetja því …

Vorframkvæmdir á Hamarsvelli.

Bob Fréttir, Viðburðir

Framkvæmdarstjórinn hefur staðið í stórframkvæmdum á vellinum í góða veðrinu undanfarna daga. Allt aðgerðir sem miða að betrun bleytusvæða. Stærstu aðgerðirnar eru umbylting á tjarnarsvæðunum á fimmtu og sjöttu braut. Einnig var unnið í bleytusvæðum á þriðju braut og þeirri þrettándu. Posted by Jóhannes Ármannsson on Fimmtudagur, 11. apríl 2019    

Nýr notendavefur GSÍ

Bob Fréttir, Viðburðir

Frá GSÍ: Ágætu félagar. Við opnum á morgun (20. mars) fyrir nýja viðmótið fyrir hinn almenna kylfing á https://golf.is  - Gamli vefurinn mun þó verða í loftinu eitthvað áfram undir slóðinni https://gamli.golf.is þar sem við vitum að margir elska gamla viðmótið og hafa notað það í allt að 7 ár. Við munum því keyra bæði samhliða eitthvað áfram. Nýi vefurinn …

Kynningar á nýju „Golfreglunum

Bob Fréttir, Viðburðir

Kæru félagar GB. Boðað er til kynningar á nýju „Golfreglunum“ á Hótel Hamri fimmtudaginn 14. mars  kl. 20:00 GSÍ mun senda frá sér (hverjum og einum félaga) Golfreglurnar í næstu viku (11/3-15/3). Ekki verður hægt að tryggja að þær berist félögum GB í tíma fyrir fimmtudaginn 14. mars. Meðfylgjandi með þessu boði er skjalahlekkur í fréttatilkynningu frá Dómaranefnd GSÍ. https://golf.is/reglubreytingar-og-heradsdomaranamskeid-2019/ …

Verulega veglegt Hjóna og paramót

Bob Fréttir, Viðburðir

GB mun í samvinnu við Adidas, Heimsferðir og Hótel Hamar halda mjög veglegt tveggja daga hjóna og paramót í lok júní en mótslýsing er þannig: Hjóna- og paramót Heimsferða, Adidas, Hótels Hamars og GB föstudaginn 28. júní og laugardaginn 29. júní. Leikinn verður betri bolti fyrri daginn og eftir Greensome fyrirkomulagi seinni daginn. Ræst verður út á 1 & 12 braut. …

Eindagi á 10% afslætti félagsgjalda nálgast

Bob Fréttir, Viðburðir

Innheimta félagsgjalda fyrir 2019 er hafin. Þeir sem vilja nýta sér 10% afslátt af félagsgjöldum geta einfaldlega gert það með eingreiðslu fyrir 1. febrúar nk. Banki 0354-26-10885 kt. 610979-0179. Vinsamlegast takið fram kennitölu greiðanda á greiðsluseðlinum.