Eyjan lokar, að mestu.

Bob Fréttir, Viðburðir

  Stjórn GB og framkvæmdastjóri hafa ákvarðað í ljósi aðstæðna að loka inniaðstöðu GB í Eyjunni tímabundið meðan þessi óvættur, Covid 19, gengur yfir. Það á við almennar æfingar, púttmót og ekki síst starfssemi Eldri Borgara í Borgarnesi. Búið er að breyta aðgangi að Eyjunni . Og skilyrt er ef félagar vilja nýta aðstöðun að fara eftir reglum. Aðeins fjórir …

Golfklúbbur Borgarness semur við PlayGolf.is

Bob Fréttir, Viðburðir

PlayGolf Iceland er glæný golf þjónusta sem býður erlendum kylfingum aðgang til að bóka hina fullkomnu golfferð til Íslands. Vefsíðan inniheldur 20 af bestu golfvöllum landsins og er golfklúbbur Borgarness stoltur meðlimur. PlayGolf.is býður upp á golfpakka sem og golf á einstökum völlum. Markmið Playgolf Iceland er að kynna íslenskt golf á erlendum markaði og að bæta aðgengi erlendra kylfinga …

Kurteis ábending til þeirra sem nýta sér Eyjuna.

Bob Fréttir, Viðburðir

Golfklúbbur Borgarness heldur úti öflugri starfssemi í Eyjunni. Að vísu í gömlu húsi en engu að síður frábærri aðstöðu. En ekki loftræstri. Eyjan, eins og önnur íþróttahús landsins, þarf nú skyndilega að huga að öflugri sóttvörnum og þrifum í ljósi aðsteðjandi váar. Við í GB getum ekki fylgst með hverjum og einum er sækir Eyjuna heim en ávísum einfaldlega þeirri …

Tímamót – Nýtt tölvu- og forgjafarkerfi tekið í notkun. GOLFBOX.

Bob Fréttir, Viðburðir

Golfsamband Íslands hefur nú gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið kallast GolfBox og eru golfklúbbarnir á fullu þessa dagana að innleiða kerfið hjá sér. Eins og fram kom í frétt á föstudaginn hefur nýtt forgjafarkerfi, WHS, verið innleitt á Íslandi, samhliða gangsetningu GolfBox.  Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki …

Nýtt forgjafarkerfi WHS

Bob Fréttir, Viðburðir

Næstkomandi sunnudag, 1. mars, munu íslenskir kylfingar taka í notkun nýtt forgjafarkerfi, World Handicap System (WHS). Vinna við þróun kerfisins hófst árið 2011 með það að markmiði að koma í stað þeirra sex ólíku kerfa sem verið hafa við lýði í heiminum til þessa. Hvert golfsamband ræður hvenær það tekur kerfið í notkun, sums staðar var kerfið innleitt um síðustu …

Eindagi á afslætti af félagsgjöldum

Bob Fréttir, Viðburðir

Við viljum minna félaga GB á að eindagi fyrir afslátt af félagsgjöldum 2020 rennur úr nk. föstudagskvöld þ.e. 31.janúar. En 10% afsláttur af félagsgjöldum http://gbgolf.is/verdskra/  er veittur ef þau eru greidd fyrir 1. feb. nk. á reikning 0186-26-020038 kt. 610979-0179 (takið fram kennitölu greiðanda). Sendið kvittun á gbgolf@gbgolf.is  Golfklúbbur Borgarness

Allt að gerast í Eyjunni – taka tvö

Bob Fréttir, Viðburðir

Séfræðingar frá Buiten Gewoon Kunstgras, Hollandi,  þeir Beetstra Ovidiu, Ollie Voina og Willem Vander Meer (⛳️ #sport-tæki #golficeland #borgarnesgolf @ Brákarey) lögðu í gær (miðvikudag) “alvöru” gerviflatargras á flötina í Eyjunni. Jóhannes og félagar voru áður búnir að undirbúa hana vel fyrir þessa aðgerð og luku síðan við að þrífa og gera flötina tilbúna til notkunar í dag. Sett var …

Allt að gerast í Eyjunni

Bob Fréttir, Viðburðir

Unnið var að því að rífa “gamla” púttteppið af flötinni í Eyjunni um helgina. Nú er verið að sparsla og gera við flötina til að hafa hana “klára” þegar sérfræðingar frá Bretlandi koma hingað nk. fimmtudag og leggja á hana alvöru flatargervigras. Vonandi spilar veðrið ekki inn í að þeir komist í verkið á fimmtudaginn en ef allt gengur að …

Stimp_ingar í Eyjunni

Bob Fréttir, Viðburðir

Um helgina (11. – 12. jan.) verður teppið á púttflöt Eyjunnar rifið af og falla því allar púttæfingar niður þar til föstudaginn 17. janúar. Í næstu viku koma til okkar sérfræðingar (frá Bretlandi) til að leggja nýja æfingaflöt í Eyjunni. Gervigras sem líkir eftir því bezta sem gerist á flötum golfvalla í dag. Eiginleiki þessa grass er mældur í 8.5-9 …

Reikningsnúmer GB rangt í upprunapósti

Bob Fréttir, Viðburðir

Meinleg villa slæddist í auglýsingu okkar um greiðslu félagsgjalda en uppgefið reikningsnúmer (sent í pósti) er rangt. 10% afsláttur af félagsgjöldum er veittur ef þau eru greidd fyrir 1. feb. nk. á reikning 0186-26-020035 kt. 610979-0179 (takið fram kennitölu greiðanda). Hið rétta er: 0186-26-020038 kt. 610979-0179 Sendið kvittun á gbgolf@gbgolf.is