RARIK styrkir skógrækt Golfklúbbs Borgarness um 300.000 krónur.
Á 50 ára afmæli RARIK árið 1997 efndi fyrirtækið til átaks sem hét „Tré fyrir staur“. Fyrir hvern rafmagnsstaur í dreifikerfinu skuldbatt fyrirtækið sig að planta trjám. Um 50.000 græðlingum skyldi plantað árið 1997 en eitthvað minna næstu ár. Hamarsvöllur varð fljótlega eitt af svæðunum sem naut góðs af þessu átaki Rarik. Í upphafi myndaðist góð stemning milli félaga GB …
Hús og Lóðir ehf. styrkir Golfklúbb Borgarness um eina miljón króna.
Golfklúbbur Borgarness og Hús og Lóðir ehf. (Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir) hafa undirritað styrktarsamning að upphæð 1.000.000 króna. Styrktarsamningurinn kveður á að upphæðinni sé varið til uppbyggingar á barna- og unglingastarfið hjá golfklúbbnum. Golfklúbbur Borgarness hefur á sl. árum tekið myndarlega á barna- og unglingastarfi klúbbsins, sú síðast undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara. Kemur þessi styrkur til með …
Æfingar í Eyjunni (ungmenni) falla niður.
Vegna veðurs falla niður æfingar ungmenna í golfi í Eyjunni í dag miðvikudaginn 21. febrúar. Þjálfari og Unglinganefnd GB
EYJAN – Opnunartímar janúar-mars 2018.
Eyjan – Golfhermir Opnunartímar janúar-mars 2018. Þriðjudagar frá kl. 14.00 til 16.00. Eldri Borgarar. Tilsjónarmaður Ingimundur Ingimundarson Miðvikurdagar frá kl. 15.00 til 16.30. Unglingar. Tilsjónarmaður Magnús Birgis-Jóhannes Ármannsson. Miðvikudagar frá kl. 17.00-19.00.Almennir tímar. Tilsjónarmaður Magnús Birgis Miðvikudagar eftir kl. 19.00. Golfkennsla. Tilsjónarmaður Magnús Birgisson. Fimmtudagar frá kl. 14.00 til 16.00. Eldri Borgarar. Tilsjónarmaður Ingimundur Ingimundarson Föstudagar frá 14.30-15.30. Unglingar. Foreldrar …
Opið hús Eyjan miðvikudag 10. jan. kl. 15.00
Magnús Birgisson, íþróttastjóri GB, er kominn aftur til starfa. Mun hann til að byrja með leggja áherslu á yngri kynslóðina og verða MIÐVIKUDAGAR helgaðir henni að stórum hluta. Auðvitað notum við okkar frábæru inniaðstöðu í Eyjunni . Á morgun, miðvikudaginn 10. janúar verður OPIÐ HÚS í Eyjunni fyrir börn og unglinga kl. 15.00 Hvetjum við alla foreldra og aðstandenda …
Innheimta Félagsgjalda fyrir 2018
Ágætu félagar, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna, Eins og undanfarinn ár þá hefur Golfklúbbur Borgarness byrjað innheimtu félagsgjalda í janúar ár hvert og verður enginn breyting þar á. Búið er að senda kröfur í heimabanka félagsmanna/kvenna og hefur þeim verið skipt í fimm greiðslur. Okkur langar að benda ykkur á að þið megið borga alla greiðsluseðla í einu …
Áramótið
Sælir golfarar og gleðilega hátíð. Hittingur og púttmót. Félagsmenn GB ætla að hittast í Eyjunni á gamlársdag kl 13.00. Púttmót. Spilaðir verða 2 hringir. Ýmiss verðlaun frá Ölgerðinni og fleirum. Fjölmennum og kveðjum árið sem er að líða. Kaffi og smákökur eru að sjálfssögðu í boði, en félagsmenn mega taka með nesti í tilefni dagsins, ef þeir vilja. Eyjan.
Jólakveðjur frá Golfklúbbi Borgarness
Golfklúbbur Borgarness óskar öllum félögum GB, vinum þess og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Sjáumst á nýju ári. Stjórn og framkvæmdastjóri GB.
Stjórn og nefndir GB 2018
Stjórn: Formaður. Ingvi Árnason Varaform. Björgvin Óskar Bjarnason Ritari. Guðmundur Daníelsson Gjaldkeri. Margrét K Guðnadóttir Meðstjórn. Magnús Fjeldsted Varastjórn: Vararitari: Sveinbjörg Stefánsdóttir Varagjaldk. Jón J Haraldsson Varameðstj. Hans Egilsson Móta og forgjafarnefnd: Magnús Fjeldsted, form. Ómar Örn Ragnarsson Finnur Jónsson Hans Egilsson Jón J Haraldsson Sigurður Ólafsson Sveinbjörg Stefánsdóttir Sveitakeppnisráð: Liðsstjóri karlasveitar, Guðmundur Daníelsson, …