Bílastæði félaga á Hamarsvelli.

Bob Fréttir, Viðburðir

Ágætu félagar. Bílastæði GB á Hamarsvelli eru eins og sýnt er á myndinni. Einnig eru til reiðu bílastæði upp við “HÚS”. Bílastæði við Hótel Hamar er einfaldlega þeirra og því fyrir þeirra gesti. Við viljum biðja félaga GB að virða það þótt stæði Hótelsins virðist tóm þegar þeir mæta á teig þá  eru gestir þess mögulega ókomnir þótt aðrir séu …

Þetta eru ekki falsfréttir

Bob Fréttir, Viðburðir

Þetta er ljóðræn snilld í mynd og hljóði. Myndir frá einum af okkar félaga, Ómari Erni. En ótrúlegt að þetta séu myndir frá Hamarsvelli rúmlega viku eftir vinnuhjúskiladag. Náttúran hefur svo sannarlega leikið við okkur á vordögum. https://www.facebook.com/omarorn.ragnarsson/videos/2821461207868993/?multi_permalinks=2307266022699974&notif_id=1558784876575122&notif_t=group_activity

Ástand Hamarsvallar á vordögum

Bob Fréttir, Viðburðir

Félagi í GB, Ómar Örn sendi flygildið sitt á loft yfir Hamarsvelli í gær. Þetta voru mótttökurnar sem myndavélin fékk. Glæsilegasta íþróttamannvirkið á Vesturlandi.Ég tók létt drónaflug yfir Golfvellinum í Borgarnesi í gær.Það er óhætt að segja að þetta er einfaldlega glæsilegasta íþróttamannvirki á Vesturlandi. Þetta mannvirki er hægt að gera enn betra og enn glæsilegra, því miður þá hefur …

Ungur kylfingur á framabraut.

Bob Fréttir, Viðburðir

Anton Elí Einarsson er á afrekssamningi hjá GB og hefur verið í nokkur ár. Hann hefur staðið sig í prýði í afreksmótum GSÍ  hingað til, þar sem hann leikur undir merkjum GB. Framundan í sumar eru 5 mót í Íslandsbankamótaröðinni (einu móti þegar lokið), sem er mótaröð unglinga/ungmenna. Anton Elí leikur þar í flokki 17-18 ára pilta. Í þessu fyrsta …

Golfbílar leyfðir á Hamarsvelli.

Bob Fréttir, Viðburðir

Ákveðið hefur verið að leyfa umferð golfbíla á Hamarsvelli frá og með deginum í dag þ.e.  20.maí. Við áminnum samt þá “akandi” að fara varlega að venju á viðkvæmari svæðum vallarins. Hótel Hamar, sem leigir út golfbíla, mun taka sína golfbíla í notkum um næstu helgi (upplýs. í síma 433-6600)  

Opnun Hamarsvallar

Bob Fréttir, Viðburðir

Laugardaginn 27. apríl opnum við Hamarsvöll fyrir almenna umferð. Þetta er í fyrra fallinu miðað við fyrri ár en vorið hefur leikið okkur svo vel að gangskör hefur verið gerð í koma vellinum í “aksjón”. GB hefur staðið í “vallaraðgerðum” í vor og eru því ýmiss svæði að byrja að gróa eða enn ófrágengin (drenskurðir). Þetta eru auðvitað blámerkt svæði. …

Sumardagurinn fyrsti (25. apríl)

Bob Fréttir, Viðburðir

Hamarsvöllur lítur mjög vel út og hefur framkvæmdarstjórinn ákveðið að hleypa spili inn á flatir nk. fimmtudag. Það er á Sumardaginn fyrsta. Ákveðið hefur verið að hafa vinnuátak um morguninn þ.e. er frá 9.00 til 11.00. Það eru ýmiss létt verk sem þarf að leysa til að gera völlinn kláran þar sem sumarstarfsmenn eru ekki komnir til starfa eins og …

FRESTAÐ -Vinnuátaki föstudaginn 19. apríl- FRESTAÐ

Bob Fréttir, Viðburðir

Því miður lítur út fyrir leiðindarveður nk. föstudag (19.4) og jafnvel alla helgina. Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu vinnuátaki á Hamarsvellu um rúma viku. En framkvæmdarstjóri stefnir að því að opna völlinn fyrir mánaðarmótin ef allt gengur eftir. Og þá aðallega fyrir félaga GB. Verður dagsetning og tími tilkynntur með fyrirvara. Þeim félögum sem nýta sér Hamarsvöll um þessar …

Vinnuátak að Hamri föstudaginn 19. apríl.

Bob Fréttir, Viðburðir

Það vorar mjög vel og Jóhannes hefur kallað á valda vallarstarfsmenn úr vetrardvalanum til að gera völlinn klára sem fyrst. Verið er að bera á flatir, slá og þrífa völlinn þar sem það á við. Flestum ætti að vera kunnugt um þær aðgerðir sem lagt var í til að drena  bleytusvæði og/eða fegra umhverfið. Vallarnefnd og framkvæmdastjóri GB hvetja því …