Golfbílar leyfðir á Hamarsvelli frá 20. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Golfbílar verða leyfðir frá og með 20. maí 2022. Við viljum biðja þá sem fara um völlinn á golfbílum um að halda sig sem mest utan brauta og fara ekki nærri flötum. Reyna frekar að ganga að boltunum eins og hægt er. Nokkur svæði eru blaut á þessum árstíma á vellinm og varast skal að fara inná þau. Förum varlega …

Umhirða í sandglompum – göngum vel um

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru félagar, Nokkuð hefur borið á því að kylfingar á Hamarsvelli raki ekki sandgryfjur eftir að búið er að ganga um þær eða slá upp úr þeim. Það er fátt leiðinlegra en að lenda í djúpu kylfufari eða djúpu skófari í glompunum. Höfum hugfast að við göngum frá sandgryfjunum eins og við myndum vilja koma að þeim. Okkar frábæru vallarstarfsmenn …

Golfæfingar hjá G.B. 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru kylfingar, Nú fer sumarstarfið hjá Golfklúbbi Borgarness að fara af stað. Þjálfari GB 2022 er: Guðmundur Daníelsson PGA golfkennari gummi@gbgolf.is   Tími Mánudagur Miðvikudagur Föstudagur 14:00-15:00 1-4 bekkur 1-4 bekkur 1-4 bekkur 15:00-16:00 5-10 bekkur 5-10 bekkur 5-10 bekkur 16:00-17:00 Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin Ungmenni lengra komin 17:15-18:15 Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar Opinn tími nýliðar …

Styrktarmót fyrir Bjarka Pétursson

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Þann 28. maí 2022 verður haldið styrktarmót fyrir okkar eina Bjarka Pétursson. Við hvetjum alla til þátttöku og styrkja með því Bjarka í baráttunni á meðal þeirra bestu. Allur ágóði mótsins rennur beint til Bjarka til þess að standa straum af æfingum og keppnisferðalögum á tímabilinu 2022. Bjarki er með takmarkaðan þáttökurétt á Challenge Tour og fullan rétt á Nordic …

GB mótaröðin hefst 19. maí

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Fyrsta mótið í GB mótaröðinni verður 19. maí. Skráning er opin og biðjum við þátttakendur að skrá sig í gegnum GolfBox. https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3235750/info Rástímar eru 13:36 til 13:54 og svo aftur 16:00 til 17:57. Mótanefnd GB mælist til að þátttakendur leiki á þessum tíma. Mótin á mótaröðinni eru 12 og gilda 6 bestu til verðlauna. Keppnisgjald er 1.500 kr. Veitt verða …

Hamarsvöllur er nú opinn félagsmönnum

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Opnað hefur verið fyrir félagsmenn Golfklúbb Borgarness. Við minnum á rástímaskráningu í gegnum GolfBox og munið að staðfesta rástímann við komu á völlinn. Á það að vera aðgengilegt í gegnum GolfBox-appið. Völlurinn kemur vel undan vetri. Hann er blautur þessa dagana eins og við þekkjum. Þannig við biðjum ykkur um að fara varlega og ganga vel um völlinn. Ef það …

Hreinsunardagur – Líður að opnun Hamarsvallar

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú fer að líða að því að opnað verður inná sumargrín á Hamarsvelli. Völlurinn kemur vel undan vetri en það hefur verið dálítið kalt undnafarið og nokkuð blautt. Þannig að það þarf að fara varlega og ganga vel um völlinn. Sérstaklega á blautum og viðkvæmum svæðum. Við ætlum að blása til Hreinsunardags laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Það vantar aðstoð …

Sláttur hafinn í Borgarfirði

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú í morgun 28. apríl voru fyrstu grínin slegin. Völlurinn kemur vel undan vetri en er að venju dálítið blautur á þessum tíma. En græni liturinn er óðum að færast yfir og getum við farið að hlakka til að spila Hamarsvöll. Við leyfum vellinum þó að njóta vafans og stefnum að opnun eftir 5-10 daga. Nánari tilkynning verður send út …

Æfingasvæðið opið!

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Æfingasvæðið opnar kl. 12:00 í dag 09.04.2022 Búið er að gera æfingasvæðið okkar að Hamri tilbúið til notkunar og það eru komnir boltar í kúluvélina. Hamarsvöllur er einnig opinn fyrir félagsmenn Golfklúbbs Borgarness. Við viljum biðja félagsmenn GB sem hyggjast spila völlinn að ganga vel um og sýna nærgætni. Völlurinn er blautur og viðkvæmur á þessum tíma. Ekki má fara …